Allt að verða klárt í Eyjum

Undirbúningur fyrir motocrossið í Vestmannaeyjum er nú á lokastigi, brautin hefur aldrei verið betri og hefur verið töluvert endurbætt frá því á síðasta ári. Rétt er að benda mönnum á að brautin verður lokuð frá kl. 13.00 á föstudeginum 1. júní fram á keppnisdag.  Skráning í keppnina verður þriðjudaginn 29. maí n.k. en hún verður auglýst betur síðar.  Búið er að reisa stærðar sirkus tjald í Herjólfsdal þar sem heljarinnar grillveisla verðum um kvöldið eftir keppni.  Þar er líka öll aðstaða fyrir þá sem ætla að gista í tjaldi til fyrirmyndar, sturtur, salerni og allur pakkinn.  Líklegt er að Stimpilhringirnir troði upp ásamt Árna Johnsen og Helillum húsmæðrum í stóra tjaldinu.  Svo verða Eyjaleikarnir settir og nýjar keppnisgreinar kynntar til leiks, t.d. Lundakappát, Pysjuprumpukeppni, sprangað á sprellanum, Keikó-kapphlaup, Johnsen jarmið o.fl. ofl.  Það er því um að gera að fara bóka far til Eyja á gamla genginu þar sem allt er að seljast upp.