Aðalfundur VÍK 2021

Aðalfundur VÍK verður haldinn fimmtudaginn 9.desember kl. 20:00, í sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal að Engjavegi 6. Dagskráin verður í samræmi við hefðbundin aðalfundarstörf og boðið verður upp á kaffi og með því.
Skv. lögum VÍK er stjórn félagsins kosin á hverju ári. Það á við um formann, stjórnarmenn og varamenn. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi eða bjóða sig fram í stjórn, að mæta á fundinn. Framboð eru beðin um að berast til formanns eða stjórnarmanna fyrir fundinn. Einnig er hægt að senda framboð á vik@motocross.is.
Margar hendur vinna létt verk!
Endilega mætið og takið þátt.
Með bestu kveðju.
Stjórn VÍK

Skildu eftir svar