Álfsnes opnar

Nú rétt í þessu er jarðýtan að klára í Álfsnesi. Brautin opnar 12.30. Viljum við minna alla á að passarnir fyrir Álfsnes eru seldir í Esso Mosfellsbæ. Meiri hluti ökumanna virðir reglur varðandi passana og viljum við þakka fyrir það. Flestir betri félagar líma miðana á hjólin eins og beðið er um. Nokkuð hefur þó borið á því að menn kaupi passa en lími þá ekki á hjólin heldur geymi þá inní bíl. Þetta gerir allt eftirlit sem við eigu allir að stunda erfitt. Við sem erum að eyða fleirri fleirri klst. í að halda þessum brautum gangandi svo þið og aðrir getið skemmt ykkur við akstur í brautinni eigu ekki að þurfa að standa í því þá daga sem við förum í brautina til að hjóla að þurfa að jagast í mönnum um að líma miðana á hjólin. Við erum oft búnir skrifa á netið og biðja menn um að líma miðana á án árangurs. Það eru þrjár úrlausnir til ef menn fást ekki til að fara eftir reglum.

  • 1. Ef menn eru ekki með miðana á hægri frammdempara eða hafa ekki keypt miða þá fara þeir í mánaða bann í Álfsnesi og Sólbrekku.
  • 2. Hækka gjaldið í 1000 kr. á dag. Þannig að þeir heiðarlegu borgi fyrir trassana.
  • 3. Hætta að halda brautunum við og hverfa til fortíðar þar sem brautirnar eru bara lagaðar daginn fyrir keppni.

Þetta eru allt leiðinda lausnir. Við verðum allir að sýna þroska og samheldni. Láta alla í brautinn finna að við lýðum ekki að menn keyri miðalausir. Við sem stöndum í allri vinnunni gerum það af því að við höfum gaman af þessu, en gamanið kárnar ef við þurfum að standa eins og löggur í hvert sinn sem við förum að hjóla, þannig endumst við ekki í þessu. Tökum okkur nú allir saman í andlitinu og vinnum að þessu saman.

„Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum við“

Skildu eftir svar