Jafnt !

Gera má ráð fyrir að fjöldi skráðra keppanda eigi eftir að breytast eitthvað örlítið.  Vefurinn hefur ekki náð sambandi við stjórn VÍK (í nótt) og er ekki ólíklegt að eitthvað sé um breytingar  sem borist hafa beint á email.

Vefurinn veit fyrir víst að á þessari stundu er verið að fara yfir númeraúthlutanir þar sem nokkrir voru ekki með keppnisnúmer, rangt keppnisnúmer og/eða sumir nýjir skráðu sig undir sama númeri.  Úr þessu verður greitt á morgunn.

Það má teljast ólíklegt að keppendum fækki eða fjöldi aukist um fleiri en einn, plús/mínus og er staðan í dag sú að 43 hafa skráð sig í Baldursdeild og 44 í Meistaradeild.

Er þetta ótrúlegt, sérstaklega í ljósi þess að Baldursdeild hefur ætíð verið skugginn af Meistaradeild.  Hvort sem það er kvöldsólin sem lengir skuggann eða von um einhverja viðurkenningu sem fær menn til að skrá sig í Baldursdeildina þá er eitt víst.  Baldursdeildin er orðin að alvöru deild.

ps.  Hver sagði að það mundi rigna í allan dag?

Skildu eftir svar