Fyrsta umferð í heimsmeistarakeppninni á morgun

Á morgun, páskadag, er fyrsta umferð í FIM MX GP motocrossinu og fer hún fram í Sevlievo í Búlgaríu. Sýnt verður beint frá keppninni á Motors TV, einnig er hægt að horfa á þær á netinu á www.motocrossmx1.com/tv & www.freecaster.tv

Í morgun fóru fram tímatökur og varð Max Nagl (KTM) fyrstur í MX1 flokknum og Ken Roczen (Suzuki) fyrstur í MX2 flokknum.

MX1 Topp 10: 1. Maximilian Nagl (GER, KTM) 2. Sebastien Pourcel (FRA, Kawasaki) 3. Antonio Cairoli (ITA, KTM) 4. Clement Desalle (BEL, Suzuki) 5. David Philippaerts (ITA, Yamaha) 6. Ken de Dycker (BEL, Yamaha) 7. Steve Ramon (BEL, Suzuki) 8. Gareth Swanepoel (RSA, Honda) 9. Joshua Coppins (NZL, Aprilia) 10. Davide Guarneri (ITA, Honda)

MX2 Topp 10: 1. Ken Roczen (GER, Suzuki) 2. Marvin Musquin (FRA, KTM) 3. Jeffrey Herlings (NED, KTM) 4. Jeremy van Horebeek (BEL, Kawasaki) 5. Steven Frossard (FRA, Kawasaki) 6. Marcus Schiffer (GER, KTM) 7. Christophe Charlier (FRA, Yamaha) 8. Arnaud Tonus (SUI, Suzuki) 9. Jake Nicholls (GBR, KTM) 10. Valentin Teillet (FRA, KTM)

Bryndís Einarsdóttir varð í 26. Sæti af 36 stelpum. Hún var tæpum 19 sekúndum á eftir Steffí Laier núverandi heimsmeistara.  Síðustu helgi kepptu þær í hollenska meistaramótinu og þá munaði ekki nema 8 sekúndum á hring þannig að vonandi sjáum við Bryndísi klifra upp listann á morgun. Við sendum henni baráttu kveðjur og vonum að hún nái Top 20 úrslitum á morgun.