Coppins eldheitur um helgina

{mosimage}
Honda ökumenn voru áberandi um helgina í Pernes les Fontaines International
keppninni sem er haldin í suður Frakklandi. Pichon vann fyrsta mótoið og
varð þá á undan Smets og Coppins. Annað mótoið sigraði svo Coppins,
Smets á Suzuki varð annar og Alessi á KTM þriðji. Þriðja mótoið fór
þannig að 

 Coppins sigraði aftur, annar varð Meo á Husqvarna og þriðji
Julian Bill á KTM. Overall var því staðan Coppins, Smets, Bill og Alessi í
fjórða. Það að sleppa keppnunum síðustu helgar virðist hafa verið rétt
ákvörðun hjá Coppins, en hann er að stíga upp úr meiðslum. Hann var
aðeins óöruggur í fyrsta mótoinu, en fann sig svo um munaði í seinni
tveim. Alessi stóð sig frábærlega og eins og áður segir lauk keppni í
fjórða sæti. Þetta verður án efa hrikalega spennandi tímabil sem er í
uppsiglingu í FIM Motocross Grand Prix keppninni, en fyrsta keppnin er eftir
mánuð, eða 3 april í Zolder. 

Skildu eftir svar