Tilkynning fyrir Sólbrekku

Nú þegar skráning er hafin fyrir Sólbrekku keppnina eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

•     Við skráningu eru eftir farandi upplýsingar á skráningarsíðunum.
“Skráið fyrst inn keppnisnúmer (upplýsingarnar koma sjálfkrafa í hina reitina). Mikilvægt er að lesa yfir reitina og staðfesta að þeir séu rétt útfylltir. Að skrá t.d. rangt hjól til keppni getur kostað allt að brottvísun úr keppni.”

 Þessar upplýsingar eru notaðar í tímatökukerfi og við veitingu verðlauna.

•     Þeir keppendur sem ekki eru skráðir fyrir eiginn sendi, og velja að leigja ekki sendir þurfa að gera grein fyrir því í skoðun hvaða sendir þeir ætla að nota. 85cc og kvenna flokkur fá fyrst úthlutað sendum. Ef skortur verður á leigusendum þá verða sendarnir notaðir síðar um daginn í MX1 og MX2 flokki.

Kveðja,
Keppnisstjórn

Skildu eftir svar