Handbók fyrir mótorhjólafólk

Nú á næstunni verður gefin út handbók fyrir mótorhjólafólk sem hyggjast á ferðlög um okkar fallegu eyju. Bókin er sniðin að þörfum erlendra ferðamanna og því skrifuð á ensku, en þó er mikið efni í bókinni sem heimamenn geta vel nýtt sér. Í bókinni er 


farið í flest sem mótorhjólafólk þarf að vita um hjólaferðalög á Íslandi: Flutning hjóla til og frá landinu, minniháttar viðgerðir, útbúnað, verkfæri, þverun fallvatna, hvernig best er að draga hjól, skyndihjálp, skálaskrá og fleira.

53 leiðir eru teknar fyrir í bókinni og miðast lýsing þeirra að þörfum hjólamanna: Vegalengdir milli gatnamóta, fjarlægð í bensín, gistimöguleikar, helstu upplýsingar um vöð og erfiðleikastig, svo eitthvað sé nefnt.

Ef þið hafið áhuga á efninu, eða þekkið útlending sem stefnir á ferðlag til Íslands þá er hægt að nálgast bókina á vef Útiveru(http://www.utivera.is/shopping/domestic-books/pnr/66). Næstu 2 vikur verður bókin seld með 20% forpöntunarafslætti.

Einnig má benda á að Ísland hefur fengið sitt eigið spjall svæði á www.horizonsunlimited.com   
….sjá Íslenska svæðið
Þetta er vefur sem fjallar að mestu um ferðalög mótorhjólafólks, en einnig 4×4.

Með hjólakveðju, Jakob.

Skildu eftir svar