Bryndís í netviðtali


Bryndís Einarsdóttir er afburða íþróttamaður. Hún er Íslandsmeistari í 85cc kvennaflokki og hefur verið að standa sig vel innan um jafnaldra sína hvar sem hún kemur. Ekki skemmir fyrir að hún er hress og skemmtileg. Við slóum á þráðinn til hennar og hér eru svör hennar:

Hvað segirðu gott? Ég er mjöög hress.
Hvernig líst þér á sumarið? Geðveikt vel !
Hver eru markmið þín í sumar? Vinna


85cc kvenna flokkinn og topp 3 í 85cc flokknum.
Hvernig er æfingatímabilið búið vera annars? Upp og niður, smá óhöpp en annars hefur gengið mjög vel.

Hvað hefurðu átt mörg hjól á ævinni?
5
…og hvaða hjól? kawasaki kx 65 ’05, KTM 85SX ’05, KTM 85SXS’ 07, KTM 85SXS’ 08 (2).
Hvernig hjóli ertu á? KTM 85SXS’ 08
Hvað er á náttborðinu þínu? Lampi, hleðslutæki og sænska motocross blaðið Race.
Bloggar þú? Nei
Hver er uppáhaldasbrautin þín? Uddevalla í Svíþjóð, Benicarlo á Spáni og Selfoss á Íslandi.
Hverjir eru styrktaraðilar þínir? Niktia, Dygd bræður (www.dygd.nu ), Moto, KTM
Styðirðu rikisstjórnina? Ég er ekki komin með kosningarrétt =)
Hvaða skónúmer notar þú? 38 – 39
Hvaða önnur áhugamál hefur þú fyrir utan mótorhjól? Handbolta, fótbolta eða flestar íþróttir,
Í hvaða félagi ertu? Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar , AÍH
Hver er eini maðurinn í heiminum sem hefur unnið AMA Supercross keppni áHusqvarna ? Það var Bob Grossi 1973.
Hvaða spurningu viltu leggja fyrir næsta gest okkar? Hvaða ár vann Martin Dygd moto í EM í 125cc flokk?
Eittvhvað að lokum? takk fyrir að velja mig =)

Motocross.is þakkar Bryndísi kærlega fyrir.

Skildu eftir svar