Skoðun hjóla á keppnisdegi – Mættu undirbúin(n)!

Að vanda þurfa keppendur að mæta með hjól sín til skoðunar n.k. helgi samkv. auglýstri dagskrá.
Vinsamlegast kynnið ykkur dagskrána og mikilvægt er að keppendur mæti undirbúnir. ..

Eftirfarandi atriði þarf að hafa tilbúin við skoðun:

Hjól (..og varahjól )
(í standi samkv. keppnisreglum  –  munið að hafa keppnisnúmer límt á hjól )
Hjálmur
(óskaddaður hjálmur)
Skráningarplögg ökutækis  
(Sönnun fyrir því að hjól sé skráð og tryggt  t.d. skoðunarskírteini og skráningarplötur)
Þátttökuyfirlýsing  
(prentið út af netinu og mætið með útfyllt og undirritað í skoðun !! )
    (  YNGRI EN 18 ÁRA:  munið undirskrift forráðamanns..!! )

ATH!  Þeir sem ekki eru með öll gögn tilbúin við skoðun fara aftur í röðina..!:

Skildu eftir svar