Allt að smella saman á Álfsnesi.

Búið að að vinna mikið í motocrossbrautinni á Álfsnesi og samkvæmt samtali við Reyni Jónsson verður brautin í toppstandi þegar keppnin fer fram á laugardaginn. Búið er að vinna með jarðýtu í brautinni, tæta upp, slétta yfir og gera öll uppstökk og palla flotta. Í dag er verið að vinna við að grjóthreinsa hana og fínpússa ýmis atriði. Og ef veðurguðirnir svíkja okkur um þá rigningu sem er búið að spá á morgun (skrítið að biðja um rigningu fyrir Álfsnes) þá er tankbíll í viðbraðgsstöðu til þess að koma og vökva brautina. Þannig að Reynir lofar því að brautin hafi aldrei verið flottari en hún verði á laugardaginn. Menn eru hvattir til þess að mæta á svæðið í kvöld og hjálpa til þess að leggja lokahönd á verkið.


Skildu eftir svar