Álfsnesbrautin er mjög þurr

Álfsnesbrautin er orðin mjög þurr og mikið laust efni og ryk í henni.  Það þarf að rigna hressilega áður en hægt verður að laga brautina með ýtu.   Ekkert vit er í að laga hana á meðan hún er svona þurr.   Á meðan ekki rignir verður brautin því ekki löguð.  Hún er þó enn opin en með þeim fyrirvara að í henni er ryk og grjót hér og þar.

Álfsnesið hefur verið frábært undanfarnar vikur og aðsóknin verið mjög góð. Það er því leitt að ekki skuli rigna til að hægt sé að halda henni jafn góðri áfram. Þeir sem láta sig hafa það og hjóla hana núna fá þó mjög góða æfingu út úr því og heilmikla skemmtun. Það hjálpar þó ef menn stoppa og henda lausu grjóti annað slagið úr brautinni. Farið bara varlega og skemmtið ykkur – miðarnir fást sem fyrr á N1 stöðinni í Mosfellsbænum.

Annars er Bolaöldubrautin að þorna ágætlega og á næstunni verður unnið í að gera hana klára. Brautin þar er þó alls ekki opin fyrr en annað verður auglýst!

Kveðja, brautarnefndir.

Skildu eftir svar