Vefmyndavél

Kawasaki dagur

Næstkomandi föstudag mun Nítró standa fyrir Kawasaki degi fyrir þá sem aka 65cc og 85cc hjólum.
Þar gefst ungum ökumönnum tækifæri á að hjóla undir leiðsögn kennara og hitta aðra unga hjólamenn. Gary frá Ngage skólanum verður á svæðinu og leiðbeinir krökkunum hvernig skuli taka beygju, stökk o.fl. Eins og fram hefur komið er þessi uppákoma aðeins fyrir eigendur Kawasaki hjóla. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svalandi drykki. Við hvetjum alla foreldra til að koma með börnin sín enda kostar þetta ekki neitt. Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur, fylgist með hér á síðunni.

ATH! Námskeiðið er frítt.

Leave a Reply