150 fjórgengis á leiðinni í 80 flokkinn


Eins og glöggir aðilar hafa væntanlega lesið sig til um þá hefur FIM gert breytingar á reglum um vélarstærðir í 80 cc flokknum þess efnis að 150cc 4T hjól eru leyfð.
Smellið á sjá meira til að sjá nýja töflu frá FIM

Class over (cc) up to (cc)
50 50
80 ( 2 stroke)
(4 stroke)
50
85
85
150
100 85 100
125 (2 stroke)
(4 stroke)
100
175
125
250
175 125 175
250 (2 stroke)
(4 stroke)
175
290
250
450
350 250 350
500 (2 stroke)
(4 stroke)
290
475
500
650
750 500 750
1000 750 1000
1300 1000 1300

Þar sem Íslandsmótið í motocross er keyrt eftir reglum FIM þá mun þessi breyting einnig eiga við hér á landi. MSÍ hefur nú þegar óskað eftir því við Samgönguráðuneytið að gerðar verði breytingar á reglugerð um akstursíþróttir þess efnis að reglur um vélarstærðir verði rýmkaðar til þess að mæta þessari breytingu frá FIM. Sú endurskoðun er í vinnslu og hefur ráðuneytið svarað að breytingin verði gengin í gegn fyrir 1 júní. Margir hafa einnig verið að bíða eftir því að 144cc 2T hjól verði leyfð í 125cc flokki. Sú breyting hefur ekki verið afgreidd ennþá frá FIM en UEM hefur afgreitt hana. Fyrir þá sem vita ekki hvað UEM er þá eru það evrópusamtök mótorhjólafólks og MSÍ er einnig aðili að þeim. Það er því leyfilegt í Evrópumeistaramótinu að nota hjól með 144cc 2T. Nokkur lönd innan EB hafa einnig samþykkt þessa reglu og var Ítalía fyrst til þess að samþykkja breytinguna fyrir Ítalska meistaramótið. MSÍ hefur ekki enn tekið ákvörðun um að samþykkja 144cc. Það verður þó væntanlega tekið fyrir fljótlega. Hægt er að nálgast allar reglur FIM á heimasíðu sambandsins og mælir MSÍ með því að keppendur geri það fyrir sumarið.

Skildu eftir svar