Flott lokakeppni hjá æfingahópnum í dag

FullSizeRenderÞað var flottur hópur sem mætti í lokakeppnina hjá æfingakrökkunum í Bolaöldu í kvöld. Veðrið lék ekki beint við keppendur og foreldra en sem betur kom alveg þokkalegt veður inn á milli élja og aðstæður voru því hreint ekki sem verstar á köflum. Keppendur létu hins vegar veðrið sig engu máli skipta. Það var keppni framundan og það var það eina sem skipti máli. Samtals voru 11 keppendur mættir sem keyrðu tvö 10 mínútna moto í 85 brautinni í alls kyns aðstæðum.

65 flokkinn sigraði  Júlíus Davíðsson í öðru sæti varð Guðjón Guðmundsson og Ingvar Einarsson lenti í þriðja sæti. Í 85 flokki varð Eiður Orri í fyrsta sæti, í öðru sæti varð Guðlaugur Árnason og Borgþór hafnaði í þriðja sæti. Í kvennaflokki var einn keppandi, Salka Sól kom sá og sigraði sinn flokk með glæsibrag.

Það þurfti hörku og mikinn áhuga til að mæta í keppni í kvöld og virkilega gaman að sjá hvað þetta eru orðnir flottir krakkar sem eru að æfa hjá félaginu og alveg klárt að þarna eru framtíðarökumennirnir okkar á ferðinni. Starfið hefur gengið mjög vel í sumar og full ástæða til að þakka þeim Gulla og Helga ásamt Pálmari yfirreddara og Pétri Smára yfirkokki og peppara fyrir flott sumar.

Þetta var síðasta útiæfingin í sumar og þökkum við öllum fyrir samveruna og skemmtunina í sumar. Um leið er gaman að segja frá því að æfingar í Reiðhöllinni í Víðidal hefjast strax næsta sunnudag þannig að það er óhætt að segja að sumar og vetur renna saman í ár, sjáumst þar.

 

 

10723637_336127656558643_692591956_n
Þátttakendur í 85 flokki, veðurbarðir en sáttir

 

10723545_336127696558639_1583480189_n
65 snillingarnir þokkalega sáttir við verðlaunin, en því miður náðist ekki mynd af Sölku Sól í verðlaunaafhendingunni en ef einhver á mynd af henni má senda hana á vik@motocross.is 🙂

 

Ps. ég rölti um stóru brautina og úrhellisrigning síðustu daga hefur vökvað svæðið óþarflega mikið. Tjörnin flýtur nú yfir brautina og runnið hefur úr henni á stöku stað. Restin af brautinni er þó í mjög góðu standi og nú vantar bara að stytti upp í ca einn dag og ef ekki frystir lögum við brautina með hraði og reynum að ná inn amk einum góðum keyrsludegi.

FullSizeRender (4)
Úrhelli síðustu daga hefur valdið hamförum í brautinni og hér hefur opnast lítil sprunga, ekkert gos var þó sjáanlegt í holunni 🙂

 

FullSizeRender (5)
Nóg af vatni hér :/

 

Skildu eftir svar