Stelpurnar í Kastljósinu

Í gær fór fram sjónvarpsupptaka af hálfu RÚV fyrir Kastljósið í Þorlákshöfn. Í þetta sinn átti að fjalla eingöngu um kvenkyns ökumenn og því safnaði Tedda í Nitró eins mörgum saman og hún gat á þeim stutta tíma sem hún hafði til þess. Það var mæting í Þorlákshöfn um 14:30. Fljótlega fóru stelpurnar að týnast á svæðið og áður en varði var ekki þverfótað fyrir fjallmyndalegum kvenkyns ökumönnum. Tilgangur þessarar þáttar er mjög líklega umfjöllunin um þann gífurlega vöxt kvenna í þessari íþróttagrein sem margir tengja eingöngu karlkynið við. Maður verður bara að bíða spenntur eftir Kastljósi, en það átti að gera tilraun til þess að klippa þetta niður og sýna í kvöld. Ef það næðist ekki, að þá yrði það sýnt á næstu 3 dögum. Þannig að maður verður límdur við sjónvarpið til þess að sjá hvernig útkoman varð af þessari upptöku og hvernig umfjöllunin verður.
Myndir hér.  Kv. Aron


Skildu eftir svar