Áverkar í Endurokeppnum

Nú þegar styttist í keppnistímabilið og margir eru farnir að æfa fyrir sumarið þá þarf að huga að því að tryggja og skrá hjólið fyrir sumarið, en öll keppnishjól verða að vera tryggð og skráð til að vera með í keppnum. Fyrir mörgum eru tryggingar skuggaleg upphæð sem borga þarf, en ef öll hjól væru tryggð væri þessi tala eflaust lægri. Að taka þátt í keppnum er orðið ótrúlega öruggt, en með góðum öryggisreglum hjá MSÍ er eitthvað sem vert er að skoða. Sá keppandi sem einu sinni hefur keppt í keppni á vegum MSÍ á þá orðið allann þann búnað sem allir torfæruhjólamenn eiga alltaf að vera í þegar hjólað og undantekningarlaust eru menn í þessum búnaði. Það er hægt að sjá allar reglur um öryggisbúnað á síðunni hjá okkur undir liðnum: Keppnisreglur og lög VÍK.
    Svo er sannfæra foreldra og forráðamenn fyrir þá sem ekki hafa náð 18 ára aldri um að

 mótorhjólakeppnissport sé ekki hættulegt. Frá því 1996 hef ég haldið skrá yfir slys í endurokeppnum og hefur slysum fækkað svo mikið að það er hreint ótrúlegt, en ur 6% slysatíðni niður í 0,8% eins og staðan er í dag.
     Það er mín persónulega skoðun að tryggingarfélögin sem menn tryggja hjá ættu að sjá hag sinn í að borga fyrsta keppnisgjald hjá hverjum þeim sem hjá þeim tryggja. Ástæðan er einföld því að ef keppandinn kemst í gegnum skoðun á galla og hjóli þá er hann í réttum búnaði til að aka torfæruhjóli (og eflaust verður viðkomandi alltaf í þeim klæðnaði eftir það). Fyrir þá sem vilja sendi ég skýsluna um áverka í endurokeppnum þar sem hægt er að sjá allt um það hversu hættulítið er að stunda endurokeppnir, en sérstakur viðauki í lok skýslunnar er um keppnirnar á Klaustri í skýslunni sem er með þessum pósti.
P.S. Ég skora á menn að lesa vel allar öryggisreglur og þá sérstaklega hjálmareglurnar.
Kveðja
Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar