Staðan í Íslandsmótinu í Motocrossi eftir 4. umferð

Mx_Open_stadan_25082013Kári Jónsson er með sterka stöðu í MX Open með 183 stig en Eyþór Reynisson er með 160 stig í öðru sæti og Sölvi Borgar í þriðja sæti með 158 stig. Þeir eiga því á brattann að sækja fyrir síðustu umferðina í Bolaöldu 4. september nema Kári nái hreinlega ekki að klára annað hvort mótóið. Kjartan Gunnarsson er búinn að tryggja sér titilinn í MX2 með 194 stig en maður númer tvö, Jökull Atli Harðarson er með 140 stig og kemst því ekki upp fyrir Kjartan hvernig sem fer. Við óskum Kjartani til hamingju með titilinn.

Aðrir flokkar geta enn farið hvernig sem er en 4 til 26 stig skilja 1. og 2. sætið í öðrum flokkum. Mesta spennan er líklega í 40+ flokknum en þar skilja aðeins 4 stig Hauk Þorsteinsson og Heiðar Örn Sverrisson.

Staðan í öllum flokkum er hér fyrir neðan:

Mx 2013 – 40+ flokkur

Mx 2013 – 85 flokkur kvenna

Mx 2013 – 85 flokkur

Mx 2013 – Kvennaflokkur

Mx 2013 – Unglingaflokkur

Mx 2013 – MX2

Mx 2013 – MX Open

Að síðustu er svo staðan í B-flokki en ekki er keppt til Íslandsmeistaratitils í þeim flokki en klárlega gaman að fylgjast með stöðunni í þeim flokki enda margir að stíga sín fyrstu skref þar í sportinu og vilja sjá hvar þeir standa.

Mx 2013 – B flokkur

Skildu eftir svar