4.umferðin í Motocrossi á laugardaginn

Heimamaðurinn Viktor Guðbergsson núverandi Íslandsmeistari í MX Open verður í eldlínunni um helgina
Heimamaðurinn Viktor Guðbergsson núverandi Íslandsmeistari í MX Open verður í eldlínunni um helgina

Laugardaginn 24 ágúst verður haldin fjórða umferðin í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi.  Er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin í braut MotoMos en brautin varð lögleg til keppni til Íslandsmeistara í fyrra.  Af því tilefni verður frítt inn á svæðið og geta Mosfellingar og nærsveitarmenn komið og horft á bestu ökumenn landsins í motocrossi spreyta sig í krefjandi braut.  Gert er ráð fyrir hátt í eitthundrað keppendur, allt frá 85cc flokki og upp í MX Open sem er meistaraflokkurinn í motocrossinu.

Samhliða því að þessi umferð fer fram í MotoMos að þá verður landslið Íslands valið og tilkynnt í lok keppninnar, en landsliðið í motocrossi mun taka þátt fyrir Íslands hönd í keppninni „Motocross of Nations“ sem er oftast skammstafað MXON.  Þrír keppendur eru valdir og því er mikið undir hjá þeim sem hafa áhuga á að fara og margir um hituna.

Ef þú hefur áhuga að koma og sjá bestu ökumenn landsins keppa í einu af flottasta brautarstæði landsins, að þá mætir þú upp í MotoMos ekki seinna en kl.12 en þá hefst aðalkeppnin að undangenginni tímatöku.  Ef þú ert ekki klár á hvar brautin er, að þá er þetta eins og fara inn í nýja íbúðarhverfið á Leirtungum í Mosfellsbæ og í stað þess að fara út úr hringtorginu á þriðja afleggjara að þá ferðu út á fyrsta afleggja á hringtorginu og í átt að Ístakssvæðinu, þ.e. beint austur.  Fjótlega eftir að þú nálgast svæði Ístaks, að þá sést í malarveg á hægri hönd á milli trjánna og beygjir þú út á þennan malarveg og heldur áfram og þá dettur þú beint inn á sjálfa brautin.  Hér má sjá link á brautarstæðið sjálft og kort með að smella hér.

Skráningu í keppnina lýkur í kvöld klukkan 21 á vef MSÍ.

Skildu eftir svar