Kawasaki kemur á óvart

{mosimage}Það var búið að gefa það út að nýja Kawasaki KX450F hjólið yrði testað í Japansku mótaröðinni í ár, en nú hefur Kawasaki afhent Taniel Leok eitt stykki til að keppa á í Zolder eftir tvær vikur. " Ég kann mjög vel við hjólið, powerið er skemmtilegt og það er mjög auðvelt að stjórna því á miklum hraða vegna nýja álstellsinns." segir Leok.  Þá er spurning með Bubba Stewart og nýja hjólið. Til að það sé hægt að keppa á því í AMA Nationals verður

 viss fjöldi af hjólum að vera á boðstólnum í búðum í USA. Nationals byrja í Mai, en Stewart getur varla byrjað að keppa á því fyrr en í Júlí þar sem það er trúlega fyrst þá sem það verður komið í sölu. Þá verða nokkrar umferðir enn eftir til að keppa á móti RC og Chad Reed á nýja hjólinu.

Skildu eftir svar