Dakar 2012 – yfirlit

Dakar rallið 2012 er að hefjast eftir nokkra daga

Þar sem Dakar rallið er að fara hefjast þá er oft gaman að velta sér aðeins uppúr smá tölum varðandi rallið, t.d fjölda keppenda, fjölda hjóla af hverri tegund, velja sér einhverja keppendur til að fylgjast með þó svo að þeir séu ekki í toppbaraáttunni.

Að þessu sinni munu keppendur fara í gegnum 3 lönd, fyrstu 5 dagarnir eru í Argentínu, næstu 5 og hvíldardagurinn verða í Chile og síðustu 4 dagarnir og endamark eru svo í Perú.

Keppnin verður örugglega jafnari núna þar sem allir keppendur verða að vera á 450cc hjólum, stærri hjól eru nú bönnuð en keppendur hafa haft síðstu 2 ár til að undirbúa það og flestir voru nú komnir með þetta á síðasta ári.

Ég mun fyrst og fremst fylgjast með keppendum í mótorhjóla- og fjórhjólaflokkum og mun ég reyna eftir fremsta megni að birta einhverja fréttabúta og stöðu eftir hvern dag. Það kemur kannski soldið inn soldið seint en kemur þó.

Í ár eru 188 keppendur skráðir í hjólaflokkinn og skiptast hjólategundirnar sem hér segir eftir fjölda:

73 KTM

40 Yamaha

25 Honda

9 Huqsvarna

6 Beta

5 Husaberg

5 Kawasaki

4 Aprilia

4 Scerco

3 BMW

2 Gas Gas

2 Jincheng

2 Rieju

1 TM

Eins og sést hafa KTM og Yamaha mikla yfirburði í fjölda hjóla en þau hafa verið að koma einstaklega vel út í þessum löngu úthaldskeppnum eins og Dakar rallið er en það má alls ekki útiloka aðrar tegundir, má þar nefna Honda en það hefur í gegnum tíðina reynst vel í hinni erfiðu Baja keppni í Ameríku. Það verður að segjast að í hjólaflokki þeir KTM hjólarar Cyril Despres og Marc Coma eru sigurstranglegastir í ár en þeir hafa báðir unnið þessa keppni 3svar en þeir fá að sjálfsögðu harða keppni frá mörgum öðrum keppendum, þar má nefna Yamaha hjólarana David Casteu, Jonah Street ofl keppendur.

 

Í fjórhjólaflokki eru 30 keppendur skráðir og skiptast hjólategundir sem hér segir eftir fjölda:

16 Yamaha

6 Can-Am

5 Honda

3 Polaris

Þarna hefur Yamaha haft algjöra yfirburði í langan tíma og líklegustu sigurvegarar eru á Yamaha.

Í fjólhjólaflokki verður að segjast að þeir Marco og Alejandro Patronelli bræður séu sigurstranglegastir en þeir hafa barist hart síðustu ár, Marcos sigraði 2010 og Alejandro sigraði 2011.

Dakar kveðja

Skildu eftir svar