Ný CRF 150 Honda

Honda hefur í framhaldi af tilkynningu þess efnis að þær ætli að hætta með 2stroke (snöff, snöff) svift hulunni af nýju CRF hjóli. Það er 150cc fjórgengis og því er ætlað að keppa í 85cc flokknum. Mótorinn byggir á sömu hönnun og stærri hjólin í CRF línunni með Unicam. Hinsvegar hefur Honda neyðst til þess að sleppa álstellinu vegna kostnaðar en það mun verða aðeins dýrara en 2stroke. Hér á landi þurfa keppendur að vera


orðnir fullra 14 ára til þess að mega keppa á þessu hjóli samkvæmt reglurgerð um akstursíþróttir. Það er því einungis elsti árgangurinn í 85 flokknum sem getur notað þetta hjól. Það verður spennandi að sjá hvernig hjólið stenst samanburð við 85cc 2stroke.

Skildu eftir svar