Lókahóf MSÍ – miðasala hafin!

Lokahóf MSÍ fer fram laugardagskvöldið 12. nóvember í veislusal Rúgbrauðsgerðarinnar, Borgartúni 6. Húsið opnar kl: 19:00 og boðið verður upp á glæsilegan kvöldverð. Koníaksbætta sjávarréttasúpu með þeyttum rjómatopp, villikryddað glóðarsteikt lambalæri með ristuðu rótargrænmeti, steiktum kartöflum og villisveppasósu, kaffi, konfetkt og kaka.

Að loknum kvöldverði fer svo fram verðlaunaafhending fyrir sumarið, splunkuný myndbönd verða frumsýnd ásamt fleiri óvæntum atriðum og happdrætti. Útvarpsmaðurinn góðþekki Freyr Eyjólfsson stjórnar veislunni og Kiddi Bigfoot mun svo halda uppi stuði fram á nótt.

Miðasala fer fram á síðu MSÍ og þarf að skrá sig inn eins og um keppni sé að ræða, flokkarnir koma fram eftir fjölda miða sem verslaðir eru 1x 2x 3x 4x eða 5x árshátíð. Miðaverð er 7.900,- á mann. ATH.Takmarkaður miðafjöldi er í boði þannig að rétt er að trygggja sér miða strax.
Miðar sem keyptir eru á netinu verða afhentir við innganginn.

Borðapantanir eru sendast á Helgu á netfangið helga@artis.is Borðin eru 10 manna og miklvægt er að menn séu ekki að ofbóka sæti.

Stjórn MSÍ.

Skildu eftir svar