EnduroCross í Sólbrekku 5.nóv

Bikarkeppni í EnduroCross verður haldin á Sólbrekkusvæðinu 5. nóvember næstkomandi. Byrjað er að leggja brautina sem verður í kringum motocross-brautina en hún verður þó ekkert lík motocrossi. Keyrt verður um þúfur og grjót og smá hringur tekinn inní húisð! Enginn þarf þó að óttast, brautin verður vel fær fyrir alla, þó fyrsti gírinn verður notaður mikið í bröltinu.

Keppt verður í 1,5klst í tvímenningsflokki.

Skráning og nánari upplýsingar auglýst fljótlega.

Skildu eftir svar