Keppni í Onda

æja, þá er ég kominn á bak aftur. Fór að hjóla í fyrsta skipti eftir brotið á sunnudaginn var, og það í keppni. Þetta var keppni sem fram fór í braut sem kallast Onda, og var þessi keppni hluti af Valencia meistaramótinu. Ég skráði mig til leiks í Mx1 án þess að vita nokkuð hvað öxlin hafði uppá að bjóða. Ég fór í æfingar um morgunin og setti hraðasta hringinn, sem skilaði mér að vera fyrstur að velja starthlið það sem eftir var dags. Ég fann ekkert sérstaklega mikið fyrir sársauka í tímatökunum svo dagurinn lofaði góðu.

 

Ég fór í frysta moto með opnum huga um að draga mig í hlé ef hendin yrði til vandræða. Ég náði ágætis starti, kom 4-5 útúr fyrstu beygju og blockpassaði svo 2 í einu í næstu beygju sem kom mér strax í annað sætið. Þá næst fór ég á eftir Danni Lavila #79 sem var þá fyrstur, ég elti hann i 2-3 hringi og var buin að finna nokkra staði þar sem ég var hraðari en hann. En því miður lak ég á hausinn og drap á og missti hann því frá mér, ég kom hjólinu í gang, var þá orðinn þriðji. Um leið og ég fór af stað aftur gler hörðnuðu hendurnar á mér og ég pumpaðist svakalega upp, enda ekkert buin að hjóla í 4 vikur. Ég hélt þá ágætis dampi þrátt fyrir armpump og vann mig aftur upp í annað sætið, stollaði hjólinu þá og varð aftur orðinn þriðji. Enn og aftur vann ég mig uppí annað sætið og hélt því til loka.

 

 

Eftir fyrsta moto var ég gráti nær af sársauka í öxlinni og ætlaði ekki út í næsta moto. En einsog svo oft áður þegar meiðsli eru annarsvegar að þá kann ég ekki að bíða. Ég gelypti tvær verkjapillur og skellti mér í næsta moto. Náði betra starti þá og kom annar útúr fyrstu beygju. Enn og aftur var Danni Lavila #79 á undan mér og ég elti hann í nokkra hringi. Á fjórða hring byrjaði ég að pumpast upp aftur og þurfti að slaka aðeins á, og komst Danni því aðeins á undan mér. Ég hélt mínu striki og þegar u.þ.b. 5 hringir voru eftir byrjaði ég að pusha einsog ég gat. Ég nálgaðist Danni mjög hratt, en því miður var ekki nógur tími og endaði ég því aftur í öðru sæti, en í þessu motoi aðeins einni sekúndu á eftir fyrsta manni, svo baráttan var hörð.

Þarna er hópurinn, Danni Lavila í miðjunni með fullt hús stiga. Pabbi hans á Alicante brautina á spáni, sem kannski einhverji íslendingar kannast við, en hún er alveg við þjóðveginn rétt við Alicante flugvöllinn. Hann æfir nánast daglega með Manuel Rivaz, sem þið ættuð að kannast við úr AMA Supercrossinu. En þegar Rivaz er ekki í ameríku að keppa að þá æfir hann með Danni.

Svo í lokin ein hringur úr keppninni. Er að uploada fleiri videoum, sem eg hrndi inn við tækifæri.

Þakkir til N1 og Nitro. Mömmu, Pabba og Fjölskyldunnar minnar, vinanna og ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast með mér.

Kv. Aron Ómars #66

 

Skildu eftir svar