Vefmyndavél

Takmörkun á fjölda – hámark 400 keppendur

VÍK hefur ákveðið í samráði við landeigendur að takmarka fjölda keppenda við töluna 400 talsins.  Þannig að þegar fjöldinn fer í 400, að þá verður lokað á skráningu.  Ef þú hefur ekki gert upp hug þinn, að þá er ekki eftir neinu að bíða því nú þegar eru skráðir hátt í 350 keppendur og 180 lið.  Þannig að gera má ráð fyrir að takmarkinu náist í kvöld eða á morgun.  VÍK þakkar hjólamönnum áhugann og mun birta lista yfir keppendur og rásnúmer í kringum páskana.

Leave a Reply