Bryndís og Gunnlaugur keppa í Svíþjóð um helgina

Bryndís í dag

Fyrsta umferðin í Sænska meistaramótinu í motocrossi fer fram í Vissefjarda í Svíþjóð um helgina. Íslendingar verða með tvo keppendur á mótinu en það eru þau Bryndís Einarsdóttir og Gunnlaugur Karlsson sem bæði hjóla á KTM hjólum. Bryndís keppti í sænsku mótaröðinni árið 2009 og endaði þar í 9.sæti en Gunnlaugur hefur ekki keppt í þessum mótum áður. Allir bestu Svíarnir eru skráðir til leiks og að þessu sinni mun gamla hetjan Ryan Hughes mæta til leiks sem gestur.

Vefstjóri náði nokkrum myndum af þeim á æfingu í Saxtorp brautinni í dag. Sjá fleiri myndir hér.

Gulli í dag

 

Skildu eftir svar