Álfsnes

Á flugi

Á laugardaginn fór fram önnur umferð Íslandsmótsins í Motocross í Álfsnesi. Þetta var án efa ein besta keppni í Íslandsmótinu frá því að ég byrjaði að keppa. Brautin var í 100% standi, rakastigið var fullkomið þrátt fyrir að hún hafi einungis verið vökvuð einu sinni um morgunin. Veðrið var frábært, sól og gott veður og ekkert ryk var í brautinni. Það var góð stemning á svæðinu og keppnin heppnaðist mjög vel, allt gekk samkvæmt áætlun. Ég hafði ekkert æft í 5 vikur fyrir þessa keppni, ekki síðan vikuna fyrir klaustur og var að pumpast aðeins upp og þreytast í öxlunum. Ég gat samt hjólað ágætlega, var aðeins ryðgaður í fyrsta motoinu en hélt ágætist dampi og vann bæði motoin frekar auðveldlega, fékk smá baráttu frá Robo fyrstu hringina en náði að halda honum fyrir aftan mig og setti svo gottt bil á hann þegar um 10 mínútur voru búnar af fyrsta motoinu. Í öðru motoinu náði ég ágætis starti, var annar á eftir Gylfa og elti hann í einn hring, komst svo frammúr honum á öðrum hring og setti strax gott bil á hann og náði öruggri forystu snemma í motoinu og hélt henni alveg til loka. Ég bjóst við meiri baráttu þar sem að brautin var slétt allan tímann, og ekkert sérstaklega tæknileg, hún grófst lítið og var mjög hröð. Það voru reyndar margir í ruglinu, Eyþór, Viktor og Gulli áttu allir mjög slæman dag, á meðan menn sem ekki voru í stigabaráttu áttu góðan dag, Gylfi, Robo og Kári, sem er mjög gott fyrir mig þar sem ég eyk forskotið svo um munar til íslandsmeistara, og er núna kominn með 28 stiga forystu á Hjalla sem er í öðru sæti.

Það eru komnar myndir frá keppninni inná www.mxs.is og www.motosport.is endilega skoðið þær.

helmet cam

 

Holeshot!

Skildu eftir svar