Holskeifla greina í blöðum um utanvegaakstur

VÍK harmar þá staðreynd að sumt hjólafólk gangi um landið og raun ber vitni. VÍK harmar sömuleiðis að ástandið á ekki eftir að batna meðan enginn vilji er til að vinna að lausnum á vandamálinu.  Það sem hefur áunnist í baráttu fyrir bættri umgengni hjólafólks er barátta sem er kostuð af peningum og tíma félaga í VÍK.  Þrátt fyrir að ríkið hafi líklega tekið hátt í 2 milljarða í opinber gjöld af hjólafólki undanfarin ár, hefur ríkið (Umhverfisráðuneytið) aðeins kostað um 2,2 milljónum til að skapa einhverja aðstöðu.  VÍK hefur ítrekað bent á mögulegar lausnir á þessu

 vandamáli en meðan enginn er viljinn til að leggja okkur lið breytist ekkert.  Vandamálið mun því örugglega ekki gera neitt nema versna.  Það er löngu tímabært að hætta að tala um vandamálin og fara að einbeita sér að lausnunum ef almennt er áhugi fyrir að leysa þetta vandamál, sem við erum farin að efast um þegar horft er til þess stuðnings sem yfirvöld hafa veitt okkur í þessari baráttu  

Smellið á greinarnar til að stækka

Skildu eftir svar