Vefmyndavél

Æfing í kvöld

VÍK vill minna alla hjólamenn á hjólaæfingu félagsins sem haldin verður kl: 18:30 í kvöld í Bolöldu. Einar Sig. sér um æfinguna og mun leiðbeina þátttakendum varðandi enduro akstur.Stjórn VÍK hvetur alla áhugasama félagsmenn til þess að mæta á æfinguna enda er kjörið að fara yfir helstu grunnatriðin í enduro akstri nú þegar styttist í Klausturkeppnina.

Æfingarkort eru seld í Litlu kaffistofunni og kostar 10 æfinga kort kr. 14.000,- fyrir félagsmenn og eru brautargjöld innifalin í þeirri fjárhæð.

Stjórn VÍK

Leave a Reply