Race police fyrir Hellu

Það vantar nokkra í race police fyrir Hellu keppnina núna á laugardaginn. Race police eru starfsmenn keppninnar sem eru á hjólum og fylgjast með keppendum í brautinni, fylgjast með hvort einhverjir sleppi hliði, o.sv.fr. Einnig sér race police um að flagga á hættulegum stöðum. Okkur vantar sem sagt nokkra í viðbót til að

hjálpa til. Þeir sem vilja leggja hönd á plóg hafið samband við Stefán Jóhannesson í síma 664-1308. Race police þarf að vera mætt fyrir kl. 9 til að fá vesti og búnað sem og leiðbeiningar. Gott er að race police starfsmenn komi með bakpoka með sér til að setja hamra, borða, stikur og slík.
Minnum einnig keppendur að greiða félagsgjöldin tímanlega. Í lok dags á morgun verða prentaðir út listar. Þeir sem greiða síðar þurfa að koma með kvittun til að sýna fram á greiðslu. Mótsnefnd AÍH

Skildu eftir svar