Slysið fyrir Norðan

Heimildir herma að þessir þrír hjólamenn sem voru svo frægir að komast í moggann eru sagðir vera einir af bestu ökumönnum norðan heiða. Voru þeir að leika sér í harðfeninu upp í Hlíðarfjalli. Sjálfur bóndinn (Finnur), Árni Grant og Gunni Hákonar. Gunni Hákonar lenti í holunni með þeim afleiðingum að hann er kominn hingað suður með brotinn kjálka og handlegg en hausinn í lagi. Er hann á góðum batavegi og óskum við honum alls hins besta. Vonandi að kjálkinn komist í lag áður en jólasteikin lendir á borðinu.

Skildu eftir svar