Þorlákshöfn …. !?!!

Það er svolítið hart að heimta betri aðstöðu og fleiri hjólasvæði og halda síðan bara áfram að hjóla í fjörunni hjá okkur og í brautinni út við  gryfjurnar á Hrauni þar sem það er stranglega bannað að hjóla á þessum  svæðum og var eitt af skilyrðunum fyrir brautarsvæðinu okkar að leggja af  þessa fjöruhjólamennsku.  Þetta svæði sem er verið er að hjóla á er væntanlegt golfvallarstæði og við viljum síður missa brautina út af því að 

það eru einhverjir sem skilja það ekki að það er bannað að hjóla á þessum svæðum.  Það voru ekki nema hátt í 30 hjól á þessum svæðum í dag 1. maí á meðan það voru ekki nema einhverjir tíu sem tímdu að borga í brautina á sama  tíma.  Við komum til með að slétta brautina eitthvað kvöldið í vikunni og  við komum til með að reyna það amk. tvisvar í viku hverri því það er  óneitanlega mun skemmtilegra þegar hún er nýsléttuð og þá geta vonandi allir hjólað hjá okkur. Kv. Sindri.

Skildu eftir svar