Barna-rafmagns-trial hjól komin til landsins

Svona lítur gripurinn út

Tekið af hardenduro.tk

Það er nokkuð ljóst að landinn er að rétta úr kútnum og allt hjal um kreppu er að fjara út eða það var allavega það fyrsta sem kom uppí huga minn þegar ég kom við á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur áðan og menn voru í óða önn að skrúfa saman heilu stæðurnar af rafmagns barna trialhjólum já þið heyrðuð rétt Bifreiðaverkstæði Reykjavikur er orðið miðstöð trialsportsins á Íslandi og nokkuð ljóst að þar ræður ungmenna andinn ríkjum þessa dagana og þar er verið fyrst og fremst að huga að grasrótinni því nú er verið að raða saman tveimur stærðum af barna hjólum sem bæði feður og börn biðu í ofvæni eftir að sjá þegar kassarnir opnuðust.

Krakkarnir geta varla beðið (ekki Einar heldur)

Hjólin eru á sitthvorri dekkjastærðinni og stellin eru fyrir sitthvorn aldurshópinn síðast en ekki síst er sitthvor stærðin af rafmótor í hjólunum og er alveg magnað hversu öflugir þessir rafmótorar eru enn sem betur fer er stilliskrúfa á þeim þar sem foreldar stilla hversu kraftmikið hjólið er.
Einar hefur talsverða reynslu af þessum hjólum þar sem Ingvar sonur hans er búinn að vera að hnoðast á svona hjóli síðan á síðasta ári og kemur hjólið mjög vel út alveg hnökralaust með öllu og rafhleðslan endist aveg ótrúlega allur frágangur og smíðavinna virðist vera til fyrirmyndar…. og nú er ekkert annað en að koma upp barna trialgarði fyrir þessi hjól t.d. niður í Laugardal eða í Skemmtigarðinum í Gufunesi.

Tvö komin, slatti eftir

Mr. Hard

Skildu eftir svar