Lokanir á slóðum í Bolaöldu:

Frá og með deginun í dag (8. nóvember 2020) er ekki lengur leyfilegt að keyra eftirfarandi slóða í Bolaöldum, sem lagðir voru vegna Hard Enduro keppninar þann 5. september sl.
• Klifurbrekka fremst í Jósepsdal (nr. 1 á korti)
• Slóði upp á Sauðadalshnúk (nr. 2 á korti)
• Slóði á milli Sauðadalshnúk og Blákollu (nr. 3 á korti)
• Slóði upp brekku við Þórishamar og ofan á hrygg(nr. 4 og 5 á korti)
• Slóði upp brekku við svæðið sem nefnist Dómadalshlíð (nr. 6 á korti)

Ástæða fyrir lokunum á þessum slóðum eru athugasemdir frá Umhverfisstofnum og hefur stjórn VÍK ákveðið að lúta þeim. Þess vegna er akstur á þessum leiðum með öllu óheimill og biðjum við alla þá sem hjóla á Bolaöldusvæðinu að halda sig annaðhvort í MX brautum eða á eldri slóðum. Búið er að loka fyrir megnið af slóðunum með staurum, böndum og skiltum og stefnt er að þerri vinnu verði lokið föstudaginn 13. nóvember.
Einnig skal tekið fram að allur akstur um Ólafsskarð er með öllu óheimill!
Vinsamlegast virðið þetta, stjórn VÍK.

Skildu eftir svar