Sverrir Jónsson

 

Í ár ákváðum við hjá VÍK fyrir hönd félagsmanna og kvenna að styrkja meistara Sverri Jónsson um 200.000 krónur.

Flest allir í sportinu þekkja Sverrir og hans frábæru konu, hana Björk aka: Brjálaða Bína eins og hún er alltaf kölluð.
Sverrir og Bína hafa undanfarin ár unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir flest alla klúbba á landinu.

Hvort sem það er að taka til hendinni eða að mynda keppnir og ekki rukkað fyrir ljósmyndir eða alla hjálpina sem þau veita. Þeir sem hafa boðist til þess að greiða fyrir myndir þá er yfirleitt svarið sem kemur frá Sverri. “ Leggðu inn á Barnaspítala Hringsins „.

Það er alls ekki gefins að mæta á keppnir með MJÖG dýran útbúnað sem á það til að fara illa í rykinu og annari drullu sem fylgir okkur og hafa þau þurft að taka þann kostnað alveg sjálf. Þetta er ástæðan sem við hjá Vélhjólaíþróttaklúbbnum ákváðum að láta styrkinn í ár renna til þeirra og viljum við hvetja fleiri til þess að gefa af sér. Sverrir og Bína hafa ákveðið að láta allan þann aukapening sem safnast renna beint í barnastarf VÍK sem er í mikilli uppbyggingu og ekki veitir af hjálpinni þar.

Þau sem vilja styrkja barnastarf VÍK í nafni Sverris og Bínu eru beðin um að leggja inn á: Banki: 130 26 321 Kt: 250767-4129 með skýringu á barnastarfið.

Einnig er hægt að kaupa myndir af Sverri og Bínu og ætla þau að láta þann pening einnig renna til barnastarfsins hjá VÍK.

Þrefalt HÚRRA fyrir Sverri og Bínu.

 

Skildu eftir svar