Enduro á Hellu – 6.5.2017

Opnað hefur verið fyrir skráningu í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í enduro. Hún mun fara fram á Hellusvæðinu sem allir þekkja 6. maí n.k. Skráningin fer fram á vef MSÍ og er opin út miðvikudaginn 3.5.2017. Ef þið eruð að skrá ykkur í fyrsta skiptið í mót á vef MSÍ skuluð þið huga að því tímanlega þar sem við höfum átt í erfiðleikum með vefinn undanfarið.

Dragið nú vinina og vinkonurnar með ykkur í þessa skemmtilegu keppni sem er stórgóð byrjun á sumrinu fyrir þau sem mættu ekki til leiks í Sólbrekku.

Skildu eftir svar