VÍK á YouTube – skemmtikeppni 23.8.2016

YouTube_logo
Smellið á merkið til þess að fara á rásina

Við höfum virkjað YouTube-rás fyrir VÍK. Við ætlum að reyna að setja þangað inn alls konar efni sem verður til í starfinu okkar. Allt frá lélegum Snapchat-myndböndum yfir í einhvers konar kynningarefni. Fyrstu tvo myndböndin eru komin inn og eru þau einmitt úr Snapchat og tekin úr Snapchat-aðgangi félagsins sem er með notendanafnið vikmx.

Við minnum á skemmtikeppnina sem við ætlum að hafa á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst 2016, í motocrossbrautinni í Bolaöldu. Mæting kl. 18:00, keppni hefst 19:00, keppt verður í þremur flokkur, keyrt verður þrisvar í hverjum flokk, fyrirkomulagið er start + tveir hringir og þátttökugjald er 3.000 kr. Keppendur þurfa ekki tímatökusendi heldur bara að mæta og hafa gaman af. Þetta er frábært tækifæri til þess að prófa að starta í keppni og keyra fyrstu tvo hringina. Ef þú hefur aldrei keppt áður, þá mæli ég með því að koma hingað og prófa. Ég lofa því að þú átt eftir að skrá þig í mótið sem verður komandi laugardag. Ef þú hefur aldrei keppt áður þá mæli ég með að kíkja á þetta hérna. Hérna eru smá punktar um stökkpalla sem gott er að fara yfir.

Badalalalala…

Skildu eftir svar