Krakkaæfingum seinkar

Eins og fram kom á síðustu æfingu, þurfum við að seinka krakkaæfingunum sem fara fram á sunnudögum, og munu þær nú fara fram milli 18 og 20 í stað 17 og 19 eins og verið hefur. Breytingin tekur gildi strax, og er því æfingin á morgun kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85.

Á morgun er einnig fyrsta æfingin af nýju tímabili, en þeir sem greiddu fyrir allt tímabilið í haust, þurfa því að greiða aftur á morgun. Þar sem við vitum ekki hve lengi við fáum Reiðhöllina, getum við ekki rukkað fyrir heilan mánuð í einu. Því bjóðum við 5 skipta kort á 10.000 kr í stað 11.000 kr eins og verið hefur.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun.

Gulli og Helgi Már

Skildu eftir svar