Lokahóf MSÍ – Miðasala hafin

Miðasala er hafin á lokahóf MSÍ sem fram fer í Rúbín Öskjuhlíð þann 8. nóvember n.k.

Dagskráin er glæsileg að vanda og ætlum við að gera upp árið með glæsibrag. Kalli Örvars mun sjá um að allt fari rétt fram og hver veit nema að hann bregði sér í gerfi Björns Jörundar, Kára Stefáns og fleiri. Veitt verða verðlaun fyrir síðastliðið keppnistímabil, ný myndbönd frumsýnd, happdrætti og Biggi Kidfoot mun svo trylla liðið á dansgólfinu fram á nótt.

Boðið er upp á þriggja rétta matseðill með Lambakjöt í aðalrétt, en endanlegur matseðill verður birtur hérna fyrir helgi.

Miðaverð er 9.600,- kr. og er miðasala hafin á vef MSÍ / mótaskrá (www.msisport.is)
Sama kerfi er notað fyrir miðasöluna og er notað til þess að skrá sig í keppni, þannig að viðkomandi verður að vera skráður í kerfið.
Þeir sem geta ekki keypt sér miða á netinu geta gert það í Nítró, eða hringt í Magga í síma 899 4313 og greitt með símgreiðslu. Miðarnir verða svo afhentir við innganginn.
Brjálaða Bína tekur við borðapöntunum á bjorkerlings@live.com

Ath. Miðasölu lýkur 6. nóvember og takmarkað magn miða er í boði.

Skildu eftir svar