Geggjuð stemning í Brynju-enduro í dag

Þessi upplifði gamlan löggudraum og útbýtti óvenjulegum refsingum á vélbyssuhraða til keppenda sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Pálmar verður upp á hálendi næstu daga eða þar til keppendur hætta að leita að honum :)
Þessi upplifði gamlan löggudraum og útbýtti óvenjulegum refsingum á vélbyssuhraða til keppenda sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Pálmar verður upp á hálendi næstu daga eða þar til keppendur hætta að leita að honum 🙂

Menn brosa breitt um allan bæ eftir daginn í dag. Frábær braut á einstöku svæði í miðbæ Kópavogs. Hver hefði trúað þessu að óreyndu. Hátt í 90 manns skráðu sig til keppni í Brynju-enduroið sem fram fór á gamla hesthúsasvæðinu í Smáranum. Nokkrir runnu á rassinn með að mæta og eiga eftir að sjá eftir því út vikuna því þetta var tær snilld. 74 keppendur í tveggja manna liðum fræstu stutta og skemmtilega braut sem hlykkjaðist fram og til baka í skemmtilegu landslagi. Guggi, Maggi Gas og fleiri sáu um brautarlagninguna sem tókst frábærlega, Hjörtur Líklegur sá um formlega keppnisstjórn og Pálmar nokkur Pétursson sýndi mikla hæfileika sem „brautarLÖGGA“ og naut þess að refsa mönnum óspart með ýmsum hætti ef þeir sýndu af sér hraðan akstur eða annan eins vitleysisgang.

Úrslit dagsins urðu svona eftir tveggja tíma akstur. Í þriðja sæti urðu þeir Gylfi Freyr Guðmundsson og Jón Þór Eggertsson. Annað sæti skipuðu Atli Már Guðnason og Arnar H. Guðbjörnsson og fyrsta sæti áttu þeir Guðbjartur Magnússon og Pétur Þorleifsson skuldlaust sama hvaða „refsingum“ sem beitt var á þá. Vel gert! Tilþrif dagsins átti svo Magnús Gas Guðbjartsson fyrir að ná að drekkja hjólinu sínu í eina pollinum í brautinni sem hann lagði sjálfur nánast í bakgarðinum heima hjá sér. Enn betur gert!
Vík þakkar öllum sem hjálpuðu til og eins þeim sem kepptu og öllum öðrum sem lögðu söfnuninni fyrir Brynju Hlíf lið með rausnarlögum framlögum. Kópavogsbæ eru þökkuð góð og skjót viðbrögð og hafa leyft okkur að halda þennan ótrúlega viðburð á þessum stað. Suzuki umboðið, Gló, JHM-Sport, Nítró, Löður, Hreyfing og Landvélar fá sömuleiðis þakkir fjölbreytta vinninga. Brynja og fjölskylda hennar sendir sínar bestu kveðjur sömuleiðis til allra og segir þennan stuðning svo mikilvægan fyrir þau öll. Stórt takk frá þeim.
Við sendum Brynju sömuleiðis hugheilsar baráttu- og batakveðjur og vonumst til að sjá hana sem allra fyrst á fullri ferð með okkur 🙂
Allir hringir eru hér í einu skjali: Heildarúrslit og hringjatímar Brynjuenduro
Úrslitin urðu svona í heildina:
Brynja 2014
—- —- ————- ————– ——————–
Sæti Hringir Lokatími Munur Nafn Heildartími
—- —- ————- ————– ——————– ———-
1 24 14:04:03.50 –:– 24 Gudbjartur/Petur 01:59:44
2 24 14:06:10.50 02:07 9 Atli Mar / Arnar H 02:01:51
3 24 14:06:47.50 00:37 38 Gylfi/Jón þór 02:02:28
4 24 14:07:56.50 01:09 5 Geir / Eythor 02:03:37
5 23 14:04:11.50 –:– 20 Svavar/OlafurAtli 01:59:52
6 23 14:04:16.50 00:05 37 Petur/ Sebastian 01:59:57
7 23 14:07:14.50 02:58 8 Ingvi / Axel Orri 02:02:55
8 23 14:07:22.50 00:08 26 Asgeir / Anita 02:03:03
9 23 14:08:03.50 00:41 11 Steinar / Arnar 02:03:44
10 23 14:08:16.50 00:13 35 Oddur / Soley 02:03:57
11 23 14:08:19.50 00:03 17 Victor /Birnir 02:04:00
12 22 14:03:58.50 –:– 13 Brynjar / Hafthor 01:59:39
13 22 14:06:30.50 02:32 31 Eysteinn / Josef 02:02:11
14 22 14:08:27.50 01:57 25 Adalsteinn /Gudjo 02:04:08
15 22 14:08:41.50 00:14 29 Birgir M/ Oskar 02:04:22
16 21 14:03:52.50 –:– 27 Olafur / Sigurdur 01:59:33
17 21 14:04:23.50 00:31 12 Heidar / Gyda 02:00:04
18 21 14:04:31.50 00:08 2 Gunnar / Eythor 02:00:12
19 21 14:04:41.50 00:10 19 Tedda / Haukur 02:00:22
20 21 14:05:16.50 00:35 18 Gudmundur B/Oskar 02:00:57
21 21 14:05:21.50 00:05 23 Gretar / Magnus 02:01:02
22 21 14:05:49.50 00:28 4 Sindri/Magnus 02:01:30
23 21 14:06:15.50 00:26 21 Orn / Oliver 02:01:56
24 21 14:10:12.51 03:57 40 Ingi/Gudmundur 02:05:53
25 20 13:55:35.50 –:– 7 Elías / Johann 01:51:16
26 20 13:55:55.50 00:20 28 Johann/Sveinbjorn 01:51:36
27 20 14:05:39.50 09:44 22 Maggi Gas/Elli 02:01:20
28 20 14:05:55.50 00:16 16 Keli / Guggi 02:01:36
29 20 14:06:34.50 00:39 6 Heidar /Svavar 02:02:15
30 19 14:04:36.50 –:– 41 Olafur/Bragi 02:00:17
31 19 14:08:32.50 03:56 30 Ásgeir/ Oskar 02:04:13
32 17 14:07:46.50 –:– 36 Alexander/Andri 02:03:27
33 16 14:06:06.50 –:– 15 Magnus / Sara 02:01:47
34 16 14:07:51.50 01:45 42 Arni/Alex 02:03:32
35 14 14:05:11.50 –:– 32 Kristjan / Olafur 02:00:52
36 13 13:29:03.48 –:– 3 Goli / Hallsteinn 01:24:44
37 12 13:37:46.49 –:– 34 Baldvin / Billi 01:33:27


Skildu eftir svar