Bolaalda opin um helgina – endurokeppni um aðra helgi!

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14
Ekki mynd frá því í vikunni en svona gæti brautin litið með smá heppni – sjáumst vonandi á morgun!

Veðrið leikur við okkur hérna á suðvesturhorninu sem aldrei fyrr. Við kíktum í Bolaöldu í vikunni og brautin þar virðist vera nær frostlaus og tjörnin er loks að lækka eftir stórrigningar síðustu vikna. Við ætlum því að prófa að vera með opið á morgun og sunnudag frá kl. 13-17 og sjá hvort við náum ekki upp smá stemningu svona áður en veturinn tekur öll völd.

Annað í fréttum er að Kópavogsbær hefur tekið mjög jákvætt í að halda endurokeppni á gamla  hesthúsasvæðinu ofan við Smáralind. Ef veðurspáin helst góð fyrir næstu helgi þe. 25. október er því allt eins víst að við skellum í létta endurokeppni innan borgarmarkanna. Nú þegar er búið að sigta út stuttan skemmtilegan hring sem ætti að henta öllum. Formið verður líklegast tvímenningskeppni þar sem einum vönum og einum óvönum hjólara er stillt upp saman auk ýmissa annarra útúrdúra. Allt verður þetta til gamans gert en með alvarlegum undirtón þar sem öll keppnisgjöld munu renna til góðs málefnis.

Meira um það þegar nær dregur 🙂

Skildu eftir svar