Klaustur 2014 MINNISPUNKTAR. Og FJÖR.

Engin gisting er leyfð í pyttinum.

Tjaldstæði fyrir keppendur og aðstoðarmenn er á túninu við hlið pyttsins. Tjalstæðið kostar kr: 1000 kr á mann yfir helgina. Frítt fyrir 14. ára og yngri.

Enginn akstur á hjólum er leyfður í pyttinum fyrr en kemur að keppni. Eftir það er 1. GÍR um svæðið. Einungis merktir starfsmenn hafa leyfi til að keyra um.

Munið eftir að þetta er 6. tíma keppni, nægur tími til að gera góða hluti, þetta vinnst ekki á fyrsta hring.

Skoðun LÝKUR kl 10:30 á laugardag. Eftir það er enginn möguleiki á að vera með.

Gangið vel um svæðið og salernin. Ekki ætlast til að aðrir týni upp ruslið eftir ykkur.

Glæsileg verðlaun sem Smári Kristjánsson er búinn að græja fyrir okkur, bíðið og sjáið 🙂

Verlaunafhending verður kl 20:00. Eftir það mun músikin rúlla eitthvað áfram og jafnvel verða grillaðar pylsur ( ef allt gegngur upp )

Sýnið og sannið að við erum frábært fólk að fá í heimsókn.

Svo er bara að hafa gaman saman, sýna náunga kærleik og tillitssemi.

Stjórnin.

Skildu eftir svar