Íslandsmótið í motocrossi að hefjast

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fer fram á laugardaginn 8. Júní á Selfossi. Opnað hefur verið fyrir skráningu á MSIsport.is. Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport.is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.


Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og þá sérstaklega reglur um flöggun. Keppendur hafi ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað. Allt þetta er að finna inn á msisport.is.Eins og staðan er í dag þá er brautin hjá okkur að jafna sig eftir mikla rigningu síðustu daga og gæti farið þannig að hún verði ekki verði hægt að æfa sig í brautinni fram að keppni. En veðurspáin er jákvæð og ef hlutirnir fara á versta veg hjá okkur er VÍK búnir að bjóða okkur afnot af Bolaöldum og yrði keppnin færð þangað. Og ef keppnin verður á Selfossi og það verður ekki nógu blaut þá ætlum við að bjóða keppendum frítt í sund á Selfossi eftir keppni. En vantar nokkra flaggara á nokkra palla og eru í boði árskort í braut og fæði á meðan keppninni stendur. Tónlistarhátíðin kótilettan er þessa sömu helgi, svo það verður líf og fjör á Selfossi.

Skildu eftir svar