Signý valin Íþróttamaður HSÞ 2012

Signý hlaðin verðlaunum
Signý hlaðin verðlaunum

Signý Stefánsdóttir hefur verið valin Íþróttamaður HSÞ fyrir árið 2012 en tilkynnt var um kjörið á ársþingi HSÞ á Grenivík í gær. Er þetta í fyrsta skipti í manna minnum sem íþróttamaður sem stundar aðrar greinar en frjálsar íþróttir eða glímu fær þessa viðurkenningu.

Í umsögn um Signý Stefánsdóttur segir þetta:

Signý hefur á undanförnum árum unnið fjölda Íslandsmeistaratitla í akstursíþróttum, m.a. í ískrossi, motocrossi og þolakstri.
Hún var valin akstursíþróttakona ársins árið 2008 hjá MSÍ, keppti erlendis í heimsmeistaramóti kvenna í motocrossi árið 2009 og endaði í 27. sæti. Var töluvert frá keppni árið 2010 vegna meiðsla, en varð Íslandslandsmeistari í ískrossi árið 2011 og nú á síðasta ári varð hún Íslandsmeistari í öllum greinum sem keppt var í á vegum Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands og var að auki valin akstursíþróttakona ársins 2012.


Signý Stefánsdóttir er fædd 8. nóvember 1993 og er því 19 ára. Hún hefur búið í Mývatnssveit  í rúm 8 ár, en stundar nú háskólanám við Háskólann á Bifröst. Signý lauk stúdentsprófi á 3. árum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 2012. Signý er afar metnaðarfull ung kona og auk þess að stunda háskólanám, þá leggur hún stund á flugnám hjá Flugskóla Akureyrar og lauk sólo prófi þaðan í ágúst síðastliðnum.  Akstursíþróttafélagi Mývatnssveitar þykir Signý vera verðugur fulltrúi Þingeyinga í kjörinu um íþróttamann ársins 2012 hjá HSÞ.

Mynd og umsögn af www.641.is

 

Ein hugrenning um “Signý valin Íþróttamaður HSÞ 2012”

  1. Til hamingju Signý með þennan árangur og að koma mótorhjólafólki á blað hjá öðrum samtökum en okkar 😀

Skildu eftir svar