Kannið ísinn vel áður en farið er út á hann

Síðustu daga hefur hitastigið nokkrum sinnum farið upp í 4 til 5°C hér á suðvesturhorninu þó svo að nú sé aftur farið að frysta.  Ísinn gæti því verið nokkuð ótraustur á sumum stöðum og skorum við á ökumenn að kanna vel aðstæður áður en ætt er út á ísinn.  Aðstæður breytast fljótt og er alltaf ráðlegt að kanna hvort ísinn sé nógu traustur fyrir akstur.  Hafravatn á nokkuð langt í land í að verða nógu öruggt og þarf nokkuð gott frost í nokkra daga áður en það verður hæft til ísaksturs.  Við Hafravatn þarf að gæta sérstakrar varúðar því vatnið er mjög djúpt.

Skildu eftir svar