Ingvi Björn og Signý Akstursíþróttafólk ársins

Ingvi Björn á Selfossi í sumar

Ingvi Björn Birgisson og Signý Stefánsdóttir voru útnefnd Akstursíþróttamaður og Akstursíþróttakona ársins á lokahófi MSÍ sem haldið var í gær.

Ingvi Björn varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu en hann sigraði í MX2 flokki og í Unglingaflokki í motocrossi og ECC2 flokki í Enduro. Einnig varð hann þriðji í MX open flokki. Auk þess keppti hann fyrir Íslands hönd á Motocross of Nations í Belgíu í sumar.  Ingvi Björn er aðeins 16 ára gamall

Signý Stefánsdóttir varð Íslandsmeistari í motocrossi í þriðja sinn á árinu. Einnig sigraði hún Íslandsmótið í Íscrossi í þriðja sinn í röð.

Einnig voru valin besti nýliði í Moto-Cross, Kári Tómasson, besti nýliði í Enduro-CC, Sindri Jón Grétarsson og besti nýliði í Kvennaflokk MX Gyða Dögg Heiðarsdóttir.

Signý Stefánsdóttir á Selfossi í sumar

2 hugrenningar um “Ingvi Björn og Signý Akstursíþróttafólk ársins”

  1. Mig langar að koma fram þakklæti til Sverris fyrir allar myndirnar og aðstoðina við verðlaunaafhendinguna, Björk fyrir borðauppröðinuna, happdrættið og allt sem hún gerði og Helgu fyrir miðasöluna og fleira, Jonna fyrir videóið. Svona hátið er ekki framkvæmd nema að hafa gott fólk á bak við hana… og svo verður einhver að koma. Takk fyrir að mæta!

    Kv. Maggi

  2. Maggi, takk sjálfur fyrir ótrúlegan dugnað og vinnu við skipulagið, myndböndin og allt stússið í kringum árshátíðina! Frábært að vanda 🙂

Skildu eftir svar