Team Iceland Motocross of Nations

Nú er síðasti dagur æfinga búinn og nú tekur alvaran við. Allir eru heilir og í rosalegum fýling fyrir helgina. Á morgun fimmtudag fer fyrriparturinn að klára græja hjólin ásamt því að Ingvi ætlar að stökkva og testa aðeins í fyrramálið demparana í sandbraut rétt um 11km frá hótelinu.
Seinni partinn þurfum við að vera komnir til Lommel að koma okkur fyrir í pittinum og klára græja hjól og búnað. Á föstudag er skoðun, myndatökur og fundir með öllum keppendum. Við erum í beinu netsambandi frá Lommel og komum til með að pósta myndum á facebook og eitthvað hér á motocross.is

Smá vandamál hafa verið með bensín mál en Kawasaki og Hondan eru með það lítin tank að bensínið dugar varla í 30 min + 2 hringi í sandinum í Lommel þannig að í dag hefur smá tími farið í að redda stærri tönkum á hjólin en nú hafa bæði Sölvi & Viktor fengið stærri carbon fiber bensíntanka á hjólin frá CLS Kawasaki & Honda í Hollandi.

Skildu eftir svar