MX Bolaalda 2011

Frábærum keppnisdegi lokið í MX Bolaöldu. Óskum öllum vinningshöfum til hamingju með árangurinn sem og Íslandsmeisturum.

En að gera keppnisdag eins vel úr garði og var hjá okkur í gær er ekki eins manns verk heldur koma margir að og þökkum við öllum kærlega fyrir aðstoðina. Að öðrum ólöstuðum þá gerir Björk kraftaverk þar sem hún sér algjörlega um sjoppuna ( Bínu Búllu ) þó hún sé sjálf að keppa sem og að afhenda verðlaun og útvega vinninga. Garðar og Óli Gísla stóðu sig frábærlega í undirbúningi á brautinni og hélt hún sér ótrúlega vel yfir keppnisdaginn. Keppnisstjórn var í öruggum höndum Einars Sigurðarsonar. Þessir og allir aðrir sem komu að undirbúningnum, keppendur og aðrir fá bestu þakkir.  Myndir frá deginum HÉR.

Takk fyrir skemmtilegt sumar. Stjórn VÍK

Svo var skotið upp nokkrum flugeldum okkur til heiðurs. 🙂

2 hugrenningar um “MX Bolaalda 2011”

  1. Takk fyrir frábæra keppni, Bína og þið öll eigið svo sannarlega lof skilið fyrir mikla og óeigingjarna vinnu….og takk fyrir frábært sumar:-)

Skildu eftir svar