Dungey

Læti í Kanada

Startið í gær

Rúmlega 45 þúsund manns mættu á Rogers Centre leikvanginn í Toronto til að fylgjast með 12. umferðinni í Supercrossinu. Þetta er eina keppnin á árinu sem haldin er fyrir utan Bandaríkin þó svo þetta sé bæði Ameríku keppnin og heimsmeistarakeppnin í Supercrossi. Miklar sviptingar hafa verið í keppnunum undanfarið en þó þannig að flestir af þeim fimm sem þóttu líklegastir fyrir mótið, hafa tapað stigum. Fyrir mótið voru þessir fimm líklegustu einmitt í 5 efstu sætunum, það breyttist ekki um helgina en..

samt var talsvert um óvæntar uppákomur.

Í úrslitunum náði Fabien Izoird frá Frakklandi að skjótast fyrstur uppúr holunni. Strax á eftir honum voru einhverjir frægari en hann t.d. Ryan Dungey. Það sem skipti ekki minna máli var að forystusauðurinn í stigakeppninni, Ryan Villopoto og James Stewart, duttu báðir í fyrstu beygjunni og voru orðnir 9. og 13.

Stewart vann sig hratt upp og reyndi að taka framúr Villopoto stuttu seinna en þeir skullu saman og duttu báðir. Stewart náði að standa hratt upp en Villopoto átti í vandræðum að koma hjólinu í gang.

Á meðan þeir félagar voru að berjast var Dungey í forystu og Chad Reed að veita honum harða keppni. Dungey náði að standa af sér árásirnar og sigraði í sinni fyrstu keppni á árinu sem titilhafi. Reed endaði annar, Trey Canard þriðji og Stewart fjórði. Villopoto skrölti í mark í 9. sæti.

Stigamunurinn var lítill á topp 5 ökumönnunum fyrir þessa keppni en nú er hann enn minni. Reed er kominn í forystu með 3ja stiga forskot þegar 5 umferðir eru eftir .

 

Dungey
Dungey kveikti í flugeldunum í gær

Supercross Class Úrslit: Toronto

1. Ryan Dungey, Suzuki
2. Chad Reed, Honda
3. Trey Canard, Honda
4. James Stewart, Yamaha
5. Justin Brayton, Yamaha
6. Nick Wey, Yamaha
7. Andrew Short, KTM
8. Kevin Windham., Honda
9. Ryan Villopoto, Kawasaki
10. Cole Seely, Honda

Supercross Class Season Standings

1. Chad Reed – 236 (1 sigur)
2. Ryan Villopoto – 233(5 sigrar)
3. Ryan Dungey– 228 (1 sigur)
4. James Stewart – 216 (3 sigrar)
5. Trey Canard – 214 (2 sigrar)
6. Andrew Short – 159
7. Justin Brayton – 137
8. Kevin Windham – 134
9. Davi Millsaps – 128
10. Nick Wey – 109

 

Fullt af myndböndum, viðtölum og keppnin sjálf á YOUTUBE

Skildu eftir svar